Fyrsti sigur Everton í september

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/getty
Everton náði loksins aftur í sigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann Bournemouth 2-1 á heimavelli.

Leikurinn var einstaklega rólegur framan af. Joshua King skoraði fyrsta mark sitt fyrir Bournemouth þegar hann kom gestunum yfir á 49. mínútu.

Þá leit út fyrir að martraðartímabil Everton héldi áfram, því þeir höfðu ekki mikið gert í leiknum.

En varamaðurinn Oumar Niasse skoraði tvö mörk á sex mínútna kafla og tryggði Everton sinn fyrsta deildarsigur á tímabilinu.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton í dag.


Tengdar fréttir

Tölfræðin sem lætur Gylfa líta illa út

Everton vann langþráðan sigur í gærkvöldi en Ronaldo Koeman leyfði sér að hvíla íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í leiknum. Gylfi hefur því enn ekki tekið þátt í sigurleik hjá Everton á þessu tímabili.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira