Brighton sigraði nýliðaslaginn

Dagur Lárusson skrifar
Úr leik dagsins
Úr leik dagsins vísir/getty
Brighton Albion og Newcastle mættust í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag en bæði lið hafa staðið sig framar vonum í byrjun tímabils.

Bæði lið voru varkár í upphafi leiks og litu því engin mörk dagsins ljós í fyrri hálfleiknum.

Í seinni hálfleiknum mættu heimamenn öflugir til leiks og náðu forystunni strax á 51. mínútu og það var Tommer Hemed sem skoraði markið.

Gestirnir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin það sem eftir lifði leiks en Brighton vörðust vel og héldu út allt til loka þrátt fyrir spennuþrungnar lokamínútur.

Eftir leikinn er Brighton komið í 13.sæti með 7 stig á meðan Newcastle situr í 8.sæti með tveimur stigum meira.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira