Handbolti

Ísak: Ég tók sjálfan mig í gegn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
FH-ingurinn Ísak Rafnsson hefur hafið leiktíðina í Olís-deildinni af krafti og er búinn að skora fimmtán mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins.

„Ég tók sjálfan mig í gegn eftir síðasta tímabil. Bæði líkamlega og andlega. Það er búið að skila sér hingað til og ég verð að halda áfram,“ segir Ísak sem er ánægður með FH-liðið í upphafi móts.

„Mér finnst við græða á því að halda sama hóp og í fyrra. Erum þéttir og góður hópur. Við verðum betri eftir því sem líður á.“

FH á tvo leikmenn inni og þar á meðal efnilegasta handboltamann landsins, Gísla Þorgeir Kristjánsson.

„Það verður flott að fá þá inn. Ég á ekki gefið sæti í liðinu er þeir koma til baka. Ég hef verið mikið meiddur síðustu tvö ár og líður vel. Það er mitt að sýna að ég eigi skilið að vera í liðinu.“

Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×