Sport

Alltaf umræða um öryggi fyrir Ólympíuleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ástandið á Kóreuskaga hefur ekki áhrif á þátttöku Íslendinga á Vetrararólympiuleikunum í Suður Kóreu eins og staðan er í dag.

„Öll Ólympíuhreyfingin og allar þjóðir eru að horfa til stöðunnar. Við hlustum á allar ráðleggingar varðandi öryggi að fara til annarra landa,“ segir Andri Stefánsson hjá ÍSÍ en ástandi á Kóreuskaganum óstöðugt eins og heimurinn veit.

 

„Það er alltaf umræða um öryggi fyrir svona leika en ég vil samt segja að þetta er samt oftast öruggasti staðurinn til þess að vera á. Þarna eru allir að hjálpast að við passa öryggi íþróttamannanna. Við fylgjumst með og högum okkur eftir því.“

ÍSÍ býst við því að sex íslenskir íþróttamenn muni fara á leikana sem hefjast 9. febrúar.

Viðtalið við Andra má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×