Innlent

Besta tækifærið til að vinna bug á fátækt

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Guðlaugur Þór Þórðar­son utanríkisráðherra hélt ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær.
Guðlaugur Þór Þórðar­son utanríkisráðherra hélt ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Vísir/Vilhelm
Guðlaugur Þór Þórðar­son utanríkisráðherra hélt ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Fór hann um víðan völl í rúmlega stundarfjórðungslangri ræðu sinni.

„Það sem ég var einna helst að vekja athygli á er að við höfum aldrei haft betra tækifæri til að vinna bug á fátækt í heiminum. Ég ræddi þá líka önnur mál sem tengjast öll, það eru mannréttindamálin, umhverfismálin, loftslagsmálin, fríverslunarmálin og öryggismálin,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Fréttablaðið.

Ráðherra lýsti jafnframt ánægju sinni með vinnu framkvæmdastjórnar Sameinuðu þjóðanna og hvatti til þess að stofnunin yrði gerð skilvirkari svo hún ætti auðveldara með að takast á við þau verkefni sem hún á að sinna.

Í ræðu sinni sagði Guðlaugur einnig frá því að í upphafi 20. aldar hefði Ísland verið með fátækari ríkjum Evrópu, nú sé Ísland eitt af þeim ríkustu. „Leið Íslands frá fátækt til ríkidæmis er skólabókardæmi um mátt fríverslunar. Við fengum aðgengi að stórum erlendum mörkuðum þar sem við gátum selt vörur okkar og þannig snerum við stöðunni okkur í hag.“ 

Sjá má upptöku frá ræðu Guðlaugs Þórs hér auk þess sem nálgast má ræðuna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×