Innlent

Úttekt á endurmenntun í ráðuneytum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi.
Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi. vísir/gva
Endurmenntun innan stjórnarráðsins er til skoðunar hjá Ríkisendurskoðun. Litlar upplýsingar liggja fyrir um kostnað, umfang og ávinning endurmenntunar starfsmanna ráðuneytanna og mjög skortir á heildaryfirsýn og skipulagt utanumhald hennar, samkvæmt forkönnun Ríkisendurskoðunar sem vinnur nú stjórnsýsluúttekt á þessu sviði.

Markmið úttektarinnar er að leiða í ljós áhrif endurmenntunar og hvort staðið sé að henni með hagkvæmum og árangursríkum hætti. Niðurstaða úttektarinnar verður kynnt með skýrslu til Alþingis síðar í haust. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×