Erlent

Kanada beitir viðskiptaþvingunum gegn Venesúela

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur meðal annars verið sakaður um að sölsa undir sig völd með ólögmætum hætti.
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur meðal annars verið sakaður um að sölsa undir sig völd með ólögmætum hætti. Vísir/AFP
Viðskiptabann hefur verið sett í Kanada gagnvart 40 hátt settum embættismönnum í Venesúela. Kanadabúum er nú meðal annars stranglega bannað að stunda viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela og hafa allar eignir hans í Kanada verið frystar.

Chrystia Freeland, utanríkisráðherra Kanada segir að yfirvöld þar í landi muni ekki sitja aðgerðarlaus gagnvart ástandinu í Venesúela.

Rúmlega hundrað manns hafa látist í mótmælum gegn ríkisstjórn Maduro á þessu ári.

Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust beita Venesúela í byrjun ágúst þegar stjórnlagaþing sem getur tekið fram fyrir hendurnar á þjóðþingi landsins var kjörið.

Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið lýstu yfir áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela í kjölfar kosninganna.

Samkvæmt yfirvöldum í Kanada eru þeir 40 einstaklingar sem bannið snýr að „fólkið sem ber ábyrgð á hruni lýðræðis“ í landinu og vöruðu við því að landið stefndi hraðbyr í átt að því að vera einræðisríki.


Tengdar fréttir

Trump veldur titringi í Rómönsku-Ameríku

Suðurameríska fríverslunar- og tollabandalagið Mercosur hefur fordæmt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að segjast vera að íhuga hernaðaríhlutun í Venesúela og fullyrða að samtal og samningar séu einu leiðirnar til að efla framgang lýðræðis í Venesúela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×