Innlent

Vinstri græn mælast stærst

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þessi mynd var tekin í vikunni í Alþingishúsinu en þó áður en niðurstöður þessarar tilteknu könnunar voru ljósar.
Þessi mynd var tekin í vikunni í Alþingishúsinu en þó áður en niðurstöður þessarar tilteknu könnunar voru ljósar. vísir/anton brink
Vinstri græn mælast stærsti flokkur landsins með 30 prósent og fengi samkvæmt því 22 þingmenn í komandi kosningum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn myndi þannig bæta við sig 12 þingmönnum en þingmenn hans eru nú tíu talsins.

Sjálfstæðsiflokkurinn mælist með 23 prósent fylgi og fengi hann 15 þingmenn í stað þeirra 21 sem hann hefur nú. Flokkur fólksins mælist með 9 prósenta fylgi og fengi fimm þingmenn. Björt framtíð mælist með 3 prósent fylgi og næði ekki manni inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×