Innlent

Lögreglumaður slasaðist í átökum við mann á sveppum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fjölbreytt mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu.
Fjölbreytt mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu. Vísir/Eyþór
Rétt eftir miðnætti í nótt fór lögreglan með mann á slysadeild sem var í annarlegu ástandi sökum neyslu sveppa. Eftir sutta bið eftir læknisaðstoð varð viðkomandi mjög órólegur og þurfti lögregla að yfirbuga manninn. Hann var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann var vistaður í fangaklefa, en einn lögreglumaður slasaðist í átökunum.

Þetta er meðal þeirra verkefna sem komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt samkvæmt dagbók lögreglu.

Um klukkan níu í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglunnar í Kópavogi og var tilkynnt um eignaspjöll og húsbrot. Í dagbók lögreglu segir að um ágreining milli einstaklinga hafi verið að ræða, annar hafi mætt á heimili hins og meðal annars brotið bílrúðu.

Um klukkan þrjú í nótt fór lögreglan á skemmtistað í Kópavogi. Þar var þó nokkuð um börn undir aldri og var staðnum því lokað af lögreglu.

Um svipað leyti var komið með mann á lögreglustöðina við Hverfisgötu en hann hafði veist að öðrum í miðbæ Reykjavíkur. Var hann vistaður í fangaklefa grunaður um líkamsárás.

Þá barst lögreglunni ein tilkynning um heimilisofbeldi í Kópavogi síðdegis í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×