Fótbolti

Everton, Spartak og Hajduk sektuð af UEFA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Blys voru á lofti á Emirates í síðustu viku, loks þegar stuðningsmenn fengu aðgang inn á völlinn
Blys voru á lofti á Emirates í síðustu viku, loks þegar stuðningsmenn fengu aðgang inn á völlinn vísir/getty
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað Hajduk SplitEverton og Spartak Moskvu fyrir óeirðir stuðningsmanna.

Krótaíska liðið Hajduk Split mætti til Liverpool-borgar í síðasta mánuði þar sem liðið mætti Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Everton í undankeppni Evrópudeildarinnar. 

Stuðningsmenn Hajduk réðust í átt að vellinum og köstuðu hlutum inn á völlinn í fyrri hálfleik leiksins, með þeim afleiðingum að stöðva þurfti leikinn. Að þessum sökum þurfa Króatarnir að borga 35 þúsund pund í sekt.

Everton hefur að sama skapi verið sektað um tæp 9 þúsund pund fyrir að stuðningsmenn þeirra voru einnig í því að kasta hlutum.

Þá þurfa forráðamenn Hajduk einnig að borga Everton fyrir skemmdir á sætum á Goodison Park.

Spartak Moskva hefur verið sektað um 53 þúsund pund og mega ekki selja stuðningsmönnum sínum miða á næsta útileik þeirra í Meistaradeildinni, gegn Sevilla.

Stuðningsmenn Moskvu hentu blysi í átt að dómara leiks Spartak og Maribor fyrr í mánuðinum.

UEFA er enn að rannsaka óeirðir áhorfenda fyrir leik Arsenal og Köln, þar sem fresta þurfti leik um klukkustund vegna miðalausra þýskra stuðningsmanna.


Tengdar fréttir

Arsenal og Köln kærð

Arsenal og Köln hafa verið kærð af UEFA, Knattspyrnusambandi, vegna atvika sem upp komu á meðan leik liðanna í Evrópudeildinni í gær stóð. Arsenal vann leikinn 3-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×