Enski boltinn

Mourinho: Shaw þarf að bæta sig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shaw er ekki í nógu góðu formi.
Shaw er ekki í nógu góðu formi. vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Mancester United, segir að enski bakvörðurinn Luke Shaw verði að bæta sinn leik til að komast í byrjunarliðið.

Shaw kom til United fyrir þremur árum síðan eftir að hafa verið framúrskarandi með Southampton og enska landsliðinu á síðasta Heimsmeistaramóti.

Síðan þá hefur hann þó aðeins spilað 48 leiki fyrir enska stórliðið, að hluta til vegna meiðsla en Shaw fótbrotnaði á sínu öðru tímabili hjá United.

„Þið sáuð Burton leikinn [í deildarbikarnum á miðvikudag],“ sagði hinn portúgalski Mourinho á blaðamannafundi fyrir leik United og Southampton sem fram fer í dag.

„Þið sáuð það sama og ég, svo eru þið að spyrja hvort hann spili á morgun [í dag]? Nei, hann spilar ekki á morgun. Hann þarf að vinna, hann þarf að bæta sig.“

„Hann er ekkert búinn að spila í sex mánuði. Ég býst ekki við því að hann sé maður leiksins og hlaupi fram og til baka í 45 mínútur.“ 

Leikur Southampton og Manchester United hefst klukkan 14:00 í dag og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×