Lífið

Jay-Z vonar að sjálfsvíg Bennington verði öðrum víti til varnaðar

Anton Egilsson skrifar
Jay-Z og Chester Bennington á góðri stund.
Jay-Z og Chester Bennington á góðri stund. Vísir/AFP
Bandaríski rapparinn Jay-Z vonast til þess að sjálfsvíg Chester Bennington, söngvara hljómsveitarinnar Linkin Park, verði öðrum víti til varnaðar. Andleg heilsa sé raunverulegt vandamál.

„Ég vona innilega að andlát hans muni vekja marga til umhugsunar og að það muni verða til þess að fólk fer að hugsa betur um sig,“ sagði rapparinn í samtali við BBC.  

Frægð og frami jafngildir ekki hamingju

Bennington svipti sig lífi á heimili sínu þann 20. júlí aðeins 41 árs að aldri. Jay-Z þekkti vel til Bennington en hann og hljómsveitin Linkin Park gerðu lagið Numb/Encore gríðarlega vinsælt árið 2004. 

„Þú veist aldrei hvað fólk er að ganga í gegnum og jafnvel þó að tónlistarmaður hafi selt milljónir platna þá jafngildir það ekki hamingju,“ segir hann.  

Hefur fráfall Bennington haft mikil áhrif á Jay-Z en hann minntist hans á tónleikum í London í ágúst þegar hann tók lagið Numb/Encore. 

Ferill Bennington spannaði yfir tuttugu ár en hann var söngvari hljómsveitanna Linkin Park og Dead by Sunrise. Þá var hann aðalsöngvari hljómsveitarinnar Stone Temple Pilots árin 2013-2015


Tengdar fréttir

Hljómsveitarmeðlimir Linkin Park í rusli

„Elsku Chester, hjörtu okkar eru brostin.“ Svona hljóma upphafsorð minningargreinar hljómsveitarmeðlima Linkin Park sem þeir birtu á Facebooksíðu hljómsveitarinnar í dag. Chester Bennington framdi sjálfsvíg 20. júlí síðastliðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×