Fótbolti

Liverpool bað Barcelona að hætta að áreita Coutinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rauði þráðurinn í félagaskiptum í sumar var möguleg sala á Coutinho.
Rauði þráðurinn í félagaskiptum í sumar var möguleg sala á Coutinho. vísir/getty
Forráðamenn Liverpool báðu Barcelona um að hætta að áreita brasilíska leikmanninn Philippe Coutinho í sumar.

Spænska stórveldið vildi fá Coutinho í sínar raðir og buðu ítrekað í hann í sumar. Liverpool hafnaði hins vegar öllum tilboðum og er Brassinn ennþá í Bítlaborginni.

Þýska blaðið Der Spiegel hefur birt tölvusamskipti á milli forráðamanna félaganna tveggja.

Eftir annað tilboð Barcelona, sem var upp á 90 milljónir punda, í byrjun ágústmánaðar sendi stjóri íþróttamála hjá Liverpool, Michael Edwards, tölvupóst þar sem sagði:

„Ég bið ykkur vinsamlegast um að hætta að áreita Coutinho opinberlega og persónulega. Engin peningaupphæð mun snúa hug okkar.“


Tengdar fréttir

Coutinho: Þetta var erfiður mánuður

Philipe Coutinho, leikmaður Liverpool, hefur loks rofið þögnina eftir sumarið en hann vildi ólmur ganga til liðs við Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×