Erlent

Annar jarðskjálfti reið yfir miðhluta Mexíkó

Anton Egilsson skrifar
Mikið tjón varð af völdum jarðskjáltans sem reið yfir miðhluta Mexíkó á miðvikudag.
Mikið tjón varð af völdum jarðskjáltans sem reið yfir miðhluta Mexíkó á miðvikudag. Vísir/Getty
Eftirskjálfti að stærð 6,1 reið yfir miðhluta Mexíkó í dag. Skjálftinn kemur einungis örfáum dögum eftir að stór jarðskjálfti reið yfir miðhluta Mexíkó og varð 295 manns að bana og felldi fjölmargar byggingar. Sky greinir frá þessu. 

Upptök jarðskjálftans voru um átján kílómetum  suðaustan við borgina Matias Romero.  Nánari upplýsingar um slys á fólki og annað tjón liggja enn ekki fyrir en björgunaraðilar er nú í óða önn við að bjarga fólki sem fast er í rústum bygginga.

Mikil jarðskjálftahrina hefur verið í Mexíkó að undanförnu en fyrr í þessum mánuði reið jarðskjálfti upp á 8,1 stig yfir suðurhluta landsins. Þá létust um 90 manns.


Tengdar fréttir

Manntjón og eyðilegging í Mexíkó

Á þriðja hundrað fórust í öflugum jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó á þriðjudag. Tala látinna hækkaði í gær og fjölmargir leita þeirra sem er saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×