Enski boltinn

Harry Kane bætti met Thierry Henry

Dagur Lárusson skrifar
Harry Kane eftir leikinn í dag
Harry Kane eftir leikinn í dag Vísir/getty
Harry Kane, leikmaður Tottenham, var að vonum ánægður með sigur sinna manna gegn West Ham í dag en hann skoraði sjálfur tvö mörk í leiknum en um leið bætti hann met Thierry Henry.

„Já auðvitað, þetta var orðið frekar stressandi undir lokin. Augljóslega þegar þú ert 3-0 yfir í leik en síðan 3-1 og 3-2 þá verður það alltaf stressandi, en þetta var frábær sigur samt sem áður.“

Christian Eriksen átti einnig góðan leik í liði Tottenham en hann var tekinn útaf áður en West Ham skoruðu sitt annað mark.

„Þetta var orðið mjög erfitt undir lokin að sitja á bekknum og geta ekki tekið þátt en þeir sem komu inná gerðu vel og börðust vel,“ sagði Eriksen

Harry Kane skoraði sitt 21. mark í 29 leikjum gegn Lundúnarliði í dag en um leið bætti hann met sem að Thierry Henry hefur haldið í mörg ár. Harry Kane hefur nú skorað á 112,6 mínútna fresti í leikjum gegn Lundúnarliðunum á meðan Henry skoraði á 114,1 mínútna fresti.

„Einhverja hluta vegna þá líður mér rosalega vel í þessum leikjum. Þetta er auðvitað frábært. Ég er svo ánægður að hafa skorað tvö mörk og hjálpað liðinu að ná í þrjú stig.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×