Golf

Tiger Woods: Ekki viss hvenær ég sný aftur

Tiger Woods árið 2008
Tiger Woods árið 2008 Vísir/getty

Tiger Woods segist ekki vera viss um það hvenær hann snýr til baka á golfvöllinn en hann segist þá vera sterkari og sterkari með hverjum deginum sem líður.

„Mér líður vel, er að verða sterkari með hverjum deginum sem líður og ég er sáttur með það,“ sagði Woods

Tiger Woods hefur verið að glíma við meiðsli í taug upp á síðkastið.

„Ég sef mikið betur þessa daganna þar sem ég finn ekki lengur fyrir verk verkjum í tauginni sem að leiðir niður fótlegginn.“

Þessi fyrrum besti golfari heims hefur ekki unnið stórmót frá því 2008.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.