Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjórnmálaflokkar landsins eru nú í óða önn að skipuleggja kosningabaráttuna og farið er að skýrast hvernig flokkarnir hyggjast raða á lista fyrir þingkosningar 28 október næstkomandi. Kjördæmisþing og kosningafundir fara fram um land allt um helgina.

Línurnar eru að skýrast fyrir komandi kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður varaformaður flokksins og í flestum kjördæmum verða uppstillingar á lista. Þá ákvað Samfylkingin í dag að kjósa í fjögur efstu sætin í Norðvesturkjördæmi. Framsóknarmenn funda í dag og á morgun  en ákveðið var í dag að stilla verði upp á lista flokksins í Reyjavíkurkjördæmi. Aðferð við val á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi skýrist síðar í dag, en búast má við baráttu um efsta sætið.

Ítarlega verður fjallað um stöðuna í íslenskri pólitík í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö. Þar fjöllum við einnig um fyrirhugaða sameiningu sveitarfélaga í Rangárvallasýslu, en sveitastjórar Hellu og Hvolsvallar vilja báðir að bæjarfélögin verði sameinuð. Þá kynnum við okkur niðurstöður nýrrar skýrslu um gervigrasvelli í Kópavogi, en samkvæmt henni er ólíklegt  að hættuleg efni berist úr dekkjakurli í menn.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×