Innlent

Fyrsti útifundur Radda Fólksins: „Við viljum að kynferðisbrot séu tekin alvarlega“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hópur fólks kom saman á Austurvelli klukkan þrjú í dag á fyrsta útifundi Radda fólksins. Hörður Torfason stýrði fundinum en Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Ingólfsson leikari og leikstjóri fluttu þar ræður. Stjórnarskrá Íslands og staðan í pólitíkinni voru efni fundarins.

„Við viljum að starfsumhverfi fjölmiðla sé tryggt því án þeirra kemst valdafólk upp með að segja og þegja eins og þeim sýnist, það sanna mýmörg nýleg dæmi. Við viljum að öllum sé tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fulleigandi heilbrigðisþjónustu. Við viljum að hætt sé að þrengja að menntun í landinu,“ sagði Bergur meðal annars í sinni ræðu.



Stöð 2
Fólk bar skilti sem meðal annars var skrifað á: „HELVÍTIS FOKKING FOKK“ og „Burt með pólitískt ofbeldi. Við gefumst ekki upp.“

Stöð 2
Bergur hlaut mikinn fögnuð viðstaddra þegar hann sagði í sinni ræðu:

„Við viljum að kynferðisbrot séu tekin alvarlega.“

Stöð 2



Fleiri fréttir

Sjá meira


×