Tíska og hönnun

Geysir frumsýndi haust- og vetrarlínuna Skugga-Sveinn

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Geysir frumsýndi í gær haust- og vetrarlínuna 2017 sem ber nafnið Skugga-Sveinn
Geysir frumsýndi í gær haust- og vetrarlínuna 2017 sem ber nafnið Skugga-Sveinn Saga Sig/Sunday & White

Í gær frumsýndi Geysir haust- og vetrarlínu sína Skugga-Sveinn í gamla Héðinshúsinu í Reykjavík. Margt var um manninn og löng röð myndaðist fyrir utan sýningarrýmið. Það var því þétt setið en línan fékk frábærar viðbrögð frá áhorfendum.

Glamour sýndi í beinni útsendingu frá sýningunni hér á Vísi í gær en myndbandið frá sýningunni má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Neðst í fréttinni má sjá nokkrar myndir af línunni og frá þessum flotta tískuviðburði.

Sjá einnig: Tískusýning Geysis í Héðinshúsinu

Yfirhönnuður Geysis er Erna Einarsdóttir en Skugga-Sveinn er hennar fjórða lína fyrir Geysi. Fatnaðurinn er innblásinn af íslensku konunni og hennar hversdagslífi í borginni, með sterkum vísunum í íslenskan lista- og menningarheim. Haustherferðin sækir nafn sitt í hið þekkta leikverk Skugga-Svein með skírskotun í  leiktjöld sem máluð voru af Sigurði málara Guðmundssyni fyrir fyrstu uppsetningu verksins árið 1862.

Að lokinni sýningunni í gær hélt DJ Margeir uppi stuðinu langt fram á kvöld. Léttar veitingar voru í boði og sýningagestir voru leystir út með ýmsum glaðningum.

Myndir/Saga Sig
Myndir/Saga Sig
Myndir/Saga Sig
Myndir/Saga Sig
Myndir/Saga Sig
Erna Hreinsdóttir og Rut Sigurðardóttir Sunday & White
Karen Lind Tómasdóttir, Guðrún Helga Sortveit og Birgitta Líf Björnsdóttir Sunday & White
Það var þétt setið á tískusýningu Geysis og færri komust að en vildu. Sunday & White

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.