Erlent

Þjóðverjar ganga til kosninga í dag

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Angela Merkel hefur nú stýrt Þýskalandi í tólf ár.
Angela Merkel hefur nú stýrt Þýskalandi í tólf ár. Vísir/AFP
Kjörstaðir hafa verið opnaðir í þingkosningunum í Þýskalandi.

Talið er að Kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel kanslara, verði stærstur en hann mælist með um 36 prósenta fylgi. Jafnaðarmannaflokkurinn, undir forystu Martins Schulz, mælist næststærstur með 22 prósenta fylgi. Fjórir flokkar reka svo lestina með um tíu prósenta fylgi hver.

Kosningarnar gætu orðið sögulegar að vissu leyti en líklegt er að sex flokkar hljóti sæti á þingi eftir kosningarnar og er það í fyrsta sinn sem það gerist í Þýskalandi síðan í seinni heimstyrjöldinni.

61,5 milljón manns eru með atkvæðisrétt í kosningunum en kjörstaðir opnuðu klukkan átta í morgun að staðartíma og loka klukkan 18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×