Sport

Víkingarnir frá Minnesota í beinni í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hinn skemmtilegi innherji Vikings, Kyle Rudolph, verður vonandi í stuði í dag.
Hinn skemmtilegi innherji Vikings, Kyle Rudolph, verður vonandi í stuði í dag. vísir/getty
Það er mikið um að vera í NFL-deildinni í dag og verða venju samkvæmt tveir leikir í beinni á Stöð 2 Sport og svo einn í opinni dagskrá á netinu.

Fyrsti Lundúnaleikur dagsins fer fram klukkan 13.30 í dag á milli Baltimore Ravens og Jacksonville Jaguars. Sá leikur er í opinni netútsendingu á Yahoo sem má sjá hér.

Klukkan 17.00 hefst svo leikur Íslandsvinanna í Minnesota Vikings og Tampa Bay Buccaneers. Tvö spennandi lið sem geta hæglega gert usla í deildinni.

Þrjár af stjörnum Vikings heimsóttu Ísland fyrir tímabilið og skemmtu sér konunglega. Þeir mættu meðal annars á æfingu hjá Einherjum eins og sjá má í þessu innslagi.

Klukkan 20.20 færum við okkur svo yfir til Los Angeles þar sem LA Chargers, áður San Diego Chargers, spilar gegn hinu feykisterka liði Kansas City Chiefs sem pakkaði meisturum New England Patriots saman í opnunarleik vetrarins.

Stöð 2 Sport verður með tvo leiki í NFL-deildinni alla sunnudaga í vetur og svo með alla leiki úrslitakeppninnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×