Fótbolti

Hjörtur spilaði allan leikinn í sigri Bröndby

Dagur Lárusson skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby
Hjörtur í leik með Bröndby vísir/getty
Danski boltinn hélt áfram að rúlla í dag með þremur leikjum og komu tveir Íslendingar við sögu.

Í fyrsta leik dagsins tóku Aab á móti Lyngby og voru það heimamenn í Aab sem fóru með 3-1 sigur af hólmi.

Hannes Þór Halldórsson stóð vaktina í markinu hjá Randers gegn OB. Það voru OB sem að voru með völdin á vellinum í þessum leik og náðu þeir forystunni á 43. mínútu og var það Jacob Barrett Laursen sem að skoraði framhjá Hannesi.

Niclas Helenius og Ryan Laursen komu síðan OB í 3-0 snemma í seinni hálfleiknum áður en Nikola Djurdjic náði að klóra í bakkann fyrir Randers í uppbótartíma.

Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar í sigri Bröndby á Hobro í síðasta leik dagsins. Það var Kamil Wilczek sem skoraði sigurmarkið fyrir Bröndby í uppbótartíma.

Eftir leiki dagsins eru Bröndby í 3.sæti með 18 stig á meðan Randers vermir botnsætið með 7 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×