Handbolti

Mikið barnalán hjá íslenskum landsliðskonum í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sunna Jónsdóttir, númer 26, í varnarvegg í landsleik.
Sunna Jónsdóttir, númer 26, í varnarvegg í landsleik. Vísir/Ernir
Handknattleikskonan Sunna Jónsdóttir mun ekkert spila með sænska liðinu Skara HF á þessari leiktíð þar sem hún ber barn undir belti.

Íslenska landsliðið mun því heldur ekki njóta starfskrafta hennar en Sunna hefur verið fastamaður í landsliðinu síðustu ár.

Morgunblaðið segir frá því að Sunna sé ófrísk og að hún eigi von á sér um miðjan marsmánuð.

Sunna skipti yfir í Skara HF í júní en hafði þar á undan spilað í tvö tímabil hjá Heid frá Gautaborg. Hún átti að vera síðasta púslið í liðið samkvæmt þjálfaranum Andreas Johansson en það verður hinsvegar bið á því að hún spili.

Sunna Jónsdóttir hefur spilað 56 leiki fyrir íslenska landsliðið til þessa.

Það er mikið barnalán hjá landsliðskonum í handbolta þessa dagana því tvær aðrar landsliðskonur eru líka ófrískar. Það eru þær Steinunn Björnsdóttir og Rut Jónsdóttir.

Þær ætla sér hinsvegar allar að koma öflugar til baka og svo á einnig við um Sunnu.

„Ég stefni á að gera eins og margar frábærar handboltakonur sem hafa komið sterkari til baka eftir barnsburð,“ sagði Sunna við Morgunblaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×