Erlent

Brestir í fylkingu þýskra hægriöfgamanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Frauke Petry strunsaði út af blaðamannafundinum þar sem hún tilkynnti um ákvörðun sína.
Frauke Petry strunsaði út af blaðamannafundinum þar sem hún tilkynnti um ákvörðun sína. Vísir/AFP
Frauke Petry, stjórnarformaður og eitt þekktasta andlit hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland, hefur lýst því yfir að hún ætli ekki að starfa með þingflokknum. Flokkurinn var helsti sigurvegari þýsku kosninganna í gær.

Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) hlaut 12,6% atkvæða og verður fyrsti öfgahægriflokkurinn sem tekur sæti í þýska þinginu í meira en hálfa öld, að því er segir í frétt Reuters.

Ákvörðun Petry kemur því verulega á óvart. Hún hefur verið ein helsta stjarna flokksins en hefur reyndar verið minna áberandi undanfarna mánuði.

„Ég hef ákveðið að ég muni ekki vera hluti af þingflokki AfD í þýska þinginu en verð óháður þingmaður í neðri deildinni til að byrja með,“ sagði Petry á blaðamannafundi í morgun áður en hún rauk á dyr.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×