Handbolti

Japaninn semur við Val og Ágúst framlengir við FH

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Inage í leik með Valsmönnum fyrir tímabilið.
Inage í leik með Valsmönnum fyrir tímabilið. vísir/ernir
Það eru tíðindi úr herbúðum Olís-deildarliðanna Vals og FH í dag.

Japanski landsliðsmaðurinn Ryuto Inage skrifaði í dag undir samning við Valsmenn út þessa leiktíð. Hann kemur til félagsins frá Wakunaga.  Hann hefur verið til skoðunar hjá Valsmönnum í nokkurn tíma og nú er ljóst að hann spilar á Hlíðarenda í vetur.

Þá framlengdi hann öflugi leikmaður FH, Ágúst Birgisson, samningi sínum við FH í dag til ársins 2020.

Hann hefur verið í lykilhlutverki hjá FH í vörn sem og á línunni. Ágúst var valinn besti varnarmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×