Tony Pulis enn án sigurs á Emirates

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexandre Lacazette var aðeins 94 sekúndur að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir Arsenal.
Alexandre Lacazette var aðeins 94 sekúndur að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir Arsenal. vísir/getty
Arsenal vann 2-0 sigur á West Bromwich Albion í lokaleik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Alexandre Lacazette skoraði bæði mörk Arsenal. Það fyrra kom á 20. mínútu eftir að aukaspyrna Alexis Sanchez var varin en Lacazette skallaði frákastið í netið. Seinna markið var úr vítaspyrnu á 67. mínútu. Allan Nyom braut klaufalega á Aaron Ramsey og Lacazette skoraði af öryggi.

Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, náði því ekki í sinn fyrsta sigur á Emirates vellinum. Hann hefur nú tapað 10 leikjum í 10 heimsóknum til norður Lundúna.

Gareth Barry varð í leiknum leikjahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Arsenal er nú með 10 stig og skýst upp í 7. sæti deildarinnar. West Brom eru með 8 stig í 11. sætinu.





Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira