Innlent

Óskar eftir staðfestingu á símtali milli Bjarna og Sigríðar vegna uppreistar æru

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og nefndarmaður í stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd, hefur sent beiðni um upplýsingar til dómsmálaráðuneytisins en þingmaðurinn óskar eftir aðgangi að ýmsum gögnum sem varða málsmeðferð uppreist æru. Beiðnin er liður í því að gera fulltrúum Pírata kleift að meta hvort tilefni sé til formlegrar rannsóknar þingnefndarinnar eða ekki.

Á meðal þess sem Þórhildur óskar eftir upplýsingum um eru dagbókarfærslur eða önnur sambærileg gögn sem staðfesta símtal Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra, þar sem Sigríður segir Bjarna frá því að faðir hans, Benedikt Sveinsson, sé á meðal meðmælenda Hjalta Sigurjóns Haukssonar á umsókn hans um uppreist æru.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/eyþór
Hjalti Sigurjón var árið 2004 dæmdur í fimm og hálfs árs langt fangelsi fyrir áralöng kynferðisbrot gagnvart stjúpdóttur sinni þegar hún var á aldrinum fimm ára til átján ára.

Þá óskar Þórhildur Sunna eftir lista yfir öll málsgögn í máli Hjalta og Roberts Downey, sem fékk uppreist sama dag og Hjalti í september í fyrra, en Robert er einnig dæmdur kynferðisbrotamaður. Hann var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir brot gegn nokkrum stúlkum.

Að auki óskar þingmaðurinn eftir öllum málsgögnum varðandi þá ákvörðun Sigríðar að veita ekki fleiri einstaklingum uppreist æru og hefja endurskoðun á lagaákvæðum er varða uppreist æru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×