Lífið

Svipur samgönguráðherra á allra vörum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Gunnarsson tók við símtölum á laugardagskvöldið.
Jón Gunnarsson tók við símtölum á laugardagskvöldið.
Söfnunarátakið Á allra vörum fór fram á laugardagskvöldið og var heljarinnar útsending hjá RÚV.Átakið heppnaðist mjög vel og söfnuðust rúmlega áttatíu milljónir til styrktar Kvennaathvarfinu og þess mikilvæga starfs sem unnið er þar.

Bein útsending var meðal annars úr símaveri þar sem fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar tóku við símtölum til að aðstoða fólk við að leggja málefninu lið.

Sjónvarpskonurnar Björg Magnúsdóttir og Kolbrún Björnsdóttir sáu um að ræða við fólk á staðnum og var því útsendingin mjög lifandi og skemmtileg.

Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, hefur verið á allra vörum síðustu daga eftir að fólk tók upp á því að deila myndbroti af honum í söfnuninni. Þar setur hann upp nokkuð sérstakan svip eins og sjá má neðst í fréttinni.

Athygli vakti að Jón setti upp svipaðan svip þegar leikarinn Ólafur Darri Ólafsson mætti í viðtal með mjög girnilegan matardisk og rauðvínsglas. Þá sást einnig til Jóns í bakgrunni.

*

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×