Handbolti

Hætt´essu: Menn fá sekt fyrir þetta á æfingu | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tómas Þór Þórðarson og félagar í Seinni bylgjunni ætla að bjóða upp á nýjan dagskrálið í þáttunum í vetur og hefur hann fengið nafnið „Hætt´essu“.

Strákarnir fara þar yfir fyndin atvik úr leikjum umferðarinnar í Olís-deildinni.

Að þessu sinni var tekið fyrir svokallað Barbasinski sem menn fá sekt fyrir á æfingum.

Þá var skoðað þegar Bjarni Viggósson dómari þóttist ætla að stoppa boltann en lét hann svo fara af einhverri ástæðu.

Einn leikmaður Aftureldingar gleymdi að fara inná völlinn og Selfyssingurinn Einar Sverrisson heyrði í einhverri draugaflautu í leik á móti Fram.

Gróttumaður sendi líka eina „no look“ sendingu á engan út í horni og Eyjamaðurinn Sigurbergur Sveinsson fagnaði frábæru marki á sérstakan hátt.

Strákarnir skemmtu sér konunglega yfir þessum myndbrotum og það er hægt að sjá öll þessi fyndnu atvik í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×