Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: Mikil vanvirðing við kvennaboltann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úrslitin í Pepsi-deild kvenna ráðast á fimmtudag en það er ljóst að Þór/KA eða Breiðablik verður Íslandsmeistari.

Þrír leikir fara fram á fimmtudag og tveir leikir sem engu máli skipta fara fram á föstudag. Allir leikirnir, nema einn, fara fram klukkan 16.15.

„Það er óboðlegt og mikil vanvirðing við kvennaboltann. Hvernig dettur mönnum þetta í hug í alvöru talað?“ spyr Þorkell Máni Pétursson í Pepsi-mörkum kvenna og augljóslega ekki sáttur við þessa tímasetningu.

„Það verður örugglega enginn mættur á þessum tíma. Hugsaðu þér að þurfa að gíra upp stemningu fyrir þessa tímasetningu. Þetta er algjört bull.“

Sjá má umræðu um tímasetningu lokaumferðarinnar hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×