Erlent

Finnar leyfa sölu skordýra til manneldis

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Nú geta bæði Danir og Finnar bætt skordýrum út í salatið.
Nú geta bæði Danir og Finnar bætt skordýrum út í salatið. vísir/getty
Finnsk yfirvöld hafa nú fetað í fótspor danskra yfirvalda og leyfa ræktun skordýra til manneldis og sölu á þeim. Í Svíþjóð er þrýstingur á matvælastofnunina þar í landi að leyfa slíkt hið sama. Sænsk fyrirtæki eru hrædd um að missa af lestinni ef matvælastofnunin fer ekki að túlka reglurnar eins og grannlöndin.

Frá og með 2018 verður bannað að selja og rækta skordýr nema framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi samþykkt framleiðsluna. Í þeim löndum þar sem þetta er þegar leyft þarf ekki að sækja um leyfi fyrr en árið 2020.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×