Viðskipti erlent

Twitter tvöfaldar fjölda stafabila

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fyrst um sinn er um tilraunaverkefni að ræða.
Fyrst um sinn er um tilraunaverkefni að ræða. Vísir/Getty

Notendur samfélagsmiðilsins Twitter sem eiga erfitt með að koma hugsunum sínum á blað í 140 stafabilum geta nú andað léttar. Twitter tilkynnti í dag að þau hyggist fjölga stafabilunum upp í 280 hjá nánast öllum tungumálum.

Í færslu á vefsvæði Twitter segir að stafabilið sé ekki vandamál hjá öllum í heiminum. Til að mynda er virðist það alls ekki vera vandamál í Japan, Kína og Kóreu þar sem ritmálið er byggt á táknum. Hins vegar virðist stafafjöldinn þvælast fyrir þeim sem nota latneska bókstafi líkt og á ensku og íslensku.

Þá notfæri sér fleiri þjónustu Twitter í þeim löndum þar sem ekki er þörf á því að takmarka mál sitt við 140 stafabil.

Áhersla fyrirtækisins á stutt og hnitmiðuð skilaboð mun þó ekki breytast en með þessu á að reyna að koma í veg fyrir að fólk sé mistúlkað, komi það meiningu sinni ekki fyrir í 140 stafabilum.

Fyrst um sinn er um tilraunaverkefni að ræða og er ekki gefið upp hversu margir notendur fái aðgang að stafabilunum 280.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,14
3
21.345
REGINN
1
3
60.650
HEIMA
0,86
4
52.329
MARL
0,84
15
458.644
N1
0,47
4
63.914

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,97
1
506
HAGA
-0,78
3
31.514
REITIR
-0,69
2
19.910
ARION
-0,6
12
14.787
VIS
-0,43
1
1.975