Viðskipti erlent

Yfirlýsingar Bandaríkjanna áfall fyrir Bombardier

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bombardier er með umfangsmikla framleiðslu í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands.
Bombardier er með umfangsmikla framleiðslu í Belfast, höfuðborg Norður-Írlands. Bombardier

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vera í öngum sínum eftir að Bandaríkin tilkynntu að þau hygðust hækka tolla á flugvélar norður-írska framleiðandans Bombardier umtalsvert. Fyrirtækið er eitt stærsta fyrirtæki Norður-Írlands með um 4100 manns á launaskrá. Óttast er að tollahækkun bandarískra stjórnvalda, sem gæti numið 220 prósentum á hinar svokölluðu C-vélar fyrirtækisins, muni leiða til minni viðskipta, umsvifa og þar af leiðandi uppsagna hjá Bombardier.

May segir stjórnvöld ætla að vinna náið með fyrirtækinu til að vernda þau „mikilvægu“ störf sem annars gætu glatast. Stéttarfélög sem og yfirvöld á Norður-Írlandi óttast að tollahækkunin gæti orðið til þess að Bombardier fari með starfsemi sína annað. Það væri þó hægara sagt en gert. Fyrirtækið byggði meðal annars sérstaka verksmiðju á Norður-Írlandi fyrir framleiðslu vélanna. Talið er að hún hafi kostað ríflega 520 milljónir punda, rúmlega 75 milljarða króna.

Yfirlýsingar bandaríska samgönguráðuneytisins um tollahækkun gætu þrefaldað kaupverðið á Bombardier-vélum í Bandaríkjunum. Það myndi jafnframt setja kaupsamning fyrirtækisins og bandaríska flugfélagsins Delta í uppnám. Samningurinn, sem undirritaður var í fyrra, hljóðaði upp á kaup á 125 vélum fyrir rúmlega 4 milljarða punda, næstum 600 milljarða króna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,52
4
171.304
ICEAIR
1,46
8
20.063
ARION
0,55
1
36.800
EIK
0
2
77.140
REITIR
0
3
78.950

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,97
1
148
MARL
-0,41
3
2.832
EIK
0
2
77.140
REITIR
0
3
78.950
ORIGO
0
2
858
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.