Veiði

107 sm lax á land á Jöklusvæðinu

Karl Lúðvíksson skrifar
Guttormur með 107 sm laxinn úr Laxá
Guttormur með 107 sm laxinn úr Laxá Mynd: Strengir FB

Jökla er komin á yfirfall fyrir nokkru en samkvæmt fréttum frá leigutakanum Strengjum er ennþá veitt í hliðaránum á svæðinu.

Árnar sem renna í Jöklu eru til dæmis Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá og í þeim má oft gera fína veiði þegar Jökla sjálf verður óveiðandi.  Sem dæmi hefur oft verið fín sjóbleikjuveiði í ósum Fögruhlíðarár seint á tímabilinu og er það viðbót við laxinn sem gengur í hana og staðbundna urriðann sem heldur sig í hyljum hennar.  Það sjást oft stórir laxar í Jöklu sjálfri og laxar um meter veiðast á svæðinu á hverju ári en í gærkvöldi veiddist klárlega stærsti lax sem veiðst hefur á svæðinu til þessa.

Veiðimaðurinn Guttormur Pálsson frá Egilsstöðum var veið veiðar í ánum og hafði 9 laxa upp úr krafsinu og gerði sér lítið fyrir og lauk veiði í kvöld með stærsta laxi í sögu Jöklusvæðisins.  Laxinn veiddi hann í Laxá í veiðistaðnum Efri Brúarbreiða og mældist laxinn 107 sm langur og 53 sm í ummál.  Laxinn fór í klakkistu eftir að hafa verið myndaður í bak og fyrir. Veiðinni lýkur á svæðinu næsta laugardag og veiðitölurnar úr Jöklu og Hliðarám stóðu í 332 löxum síðasta miðvikudag en nýjar tölur verða uppfærðar á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga í kvöld.
 

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.