Erlent

Rafbílavæðing í furstadæmi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Tíu prósent bílaflotans í Dúbaí eiga að vera rafknúin árið 2030.
NORDICPHOTOS/GETTY
Tíu prósent bílaflotans í Dúbaí eiga að vera rafknúin árið 2030. NORDICPHOTOS/GETTY
Yfirvöld í Dúbaí, sem er eitt Sameinuðu arabísku furstadæmanna þar sem er gnótt olíu, hyggjast nú hvetja landsmenn til að kaupa rafbíla. Stefnt er að því að tvö prósent bílaflotans verði rafknúin árið 2020 og tíu prósent árið 2030.

Rafbílaeigendur fá meðal annars að sleppa við skráningargjöld, aka án endurgjalds á þjóðvegum og leggja frítt á 40 stöðum í borginni Dúbaí. Auk þess munu þeir geta hlaðið bílana án endurgjalds á 100 hleðslustöðvum til ársloka 2019. Allir sem byggja nýtt verða auk þess að gera ráð fyrir aðstöðu til að hlaða rafbíla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×