Golf

Hrikaleg byrjun á fyrstu holu hjá Ólafíu á Nýja Sjálandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf keppni í nótt á LPGA móti á Nýja Sjálandi en þetta er 21. mótið á bandarísku atvinnumannamótaröðinni á þessu ári hjá henni.

Það fór ekki vel hjá okkar konu á þessum fyrsta hring og byrjunin var skelfileg.

Ólafía Þórunn fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu og síðan sex skolla til viðbótar. Hún endaði á því að spila á 78 höggum eða sex höggum yfir pari.

Ólafía er í 114. sæti eftir fyrsta hringinn og þarf að spila miklu miklu betur á öðrum hring ætli hún að ná niðurskurðinum á mótinu.

Ólafía náði þó fugli á tveimur holum í röð á hringnum en hún spilaði holur 9 og 10 báðar á einu höggi undir pari. Það voru hinsvegar einu fuglarnir hennar í nótt.

Ólafía Þórunn var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni og besti árangur hennar á einu móti er 4. sæti.

Hún er því í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu þar sem hún reynir að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.