Enski boltinn

Fullt hús hjá öllum ensku liðunum nema Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku og Ashley Young fagna einu marka Manchester United í Meistaradeildinni i gær.
Romelu Lukaku og Ashley Young fagna einu marka Manchester United í Meistaradeildinni i gær. Vísir/Getty
Fimm ensk lið komust í riðlakeppni Meistaradeildarinnar 2017-18 og það er ekki hægt að kvarta yfir árangrinum nema kannski hjá einu.

Fjögur liðanna hafa byrjað eins og best er á kosið og eru öll með fullt hús eftir tvær umferðir. Það er eitt lið sem sker sig úr.

Enski liðin hafa samt enn ekki tapað leik í Meistaradeildinni og þau hafa fagnað sigri í 8 af 10 leikjum.

Liverpool er eina liðið sem hefur ekki unnið leik til þessa en báðir leikir Liverpool-liðsins hafa endaði með jafntefli. Liverpool hefur haft yfirburði í báðum leikjunum en leikmenn liðsins eru ekki að nýta færin.

Sömu sögu er ekki hægt að segja um hin fjögur liðin sem hafa raðað mörkum í fyrstu tveimur leikjum sínum. Chelsea er með átta mörk í tveimur leikjum, Manchester United hefur skorað 7 mörk og Manchester City og Tottenham hafa bæði skorað 6 mörk.

Þessi fjögur lið eru öll í hópi sex markahæstu liða Meistaradeildarinnar til þessa á tímabilinu.  



Ensku liðin í fyrstu tveimur umferðum Meistaradeildarinnar 2017-18

Chelsea 6 stig og +7 í markatölu (8-1)

Manchester United 6 stig og +6 í markatölu (7-1)

Manchester City 6 stig og +6 í markatölu (6-0)

Tottenham 6 stig og +5 í markatölu (6-1)

Liverpool 2 stig og 0 í markatölu (3-3)

Liverpool: 33 prósent stiga í húsi og markatalan 0 (3-3)

Hin fjögur liðin: 100 prósent stiga í húsi og markatalan +24 (27-3)



Flest mörk í fyrstu tveimur umferðum Meistaradeildarinnar 2017-18

8 - Chelsea

8 - Paris Saint Germain

7 - Manchester United

6 - Manchester City

6 - Tottenham

6 - Real Madrid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×