Lífið

Steinar var fremstur í röðinni við opnun bæði Costco og H&M

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Steinar hefur greinilega mikla þolinmæði fyrir því að bíða í röð.
Steinar hefur greinilega mikla þolinmæði fyrir því að bíða í röð. Vísir/Eyþór

H&M opnar verslun í Kringlunni á næstu mínútum en það vakti athygli ljósmyndara Vísis að einstaklingurinn sem hafði mætt fyrstur í röðina var sá sami og var fremstur við opnun Costco á Íslandi í vor. 

Sjá einnig: Bein útsending: Costco opnar í Kauptúni

„Ég fagna því að geta gert góð kaup og kjör og þess vegna er ég kominn hingað. Ég er ekki búinn að skoða búðina en ég ætla bara að leyfa henni að koma mér á óvart,“ sagði Steinar Birgisson við opnun Costco. Væntanlega hefur hann ætlað að reyna að gera aftur góð kaup í H&M. Þar sem hann var fyrstur í röðinni fær hann 25.000 króna gjafabréf áður en hann fer inn í verslunina. 

Þetta er önnur verslun H&M sem opnar á Íslandi en sú fyrri opnaði í Smáralind í síðasta mánuði. H&M opnar þar sem Hagkaup var áður á annarri hæð í Kringlunni en búið er að gera miklar breytingar á rýminu. 

Það voru þó töluvert færri við opnunina í dag en í kringum 150 til 200 manns biðu fyrir utan eftir því að dyrnar voru opnaðar. 

H&M

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.