Sport

Kavanagh vill sjá Conor berjast við Diaz í mars

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kavanagh á æfingu með Conor.
Kavanagh á æfingu með Conor. vísir/getty
John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Conor ætli sér að berjast við Nate Diaz þann 30. desember næstkomandi.

Það er tímaspursmál hvenær Conor og Diaz mætast í þriðja sinn og persónulega vill Kavanagh að þeir berjist þann 17. mars á næsta ári í New York. Það er dagur heilags Patreks sem Írar halda alltaf vel upp á.

„Það er ekki séns að þeir berjist 30. desember. Ég veit ekki hvernig svona orðrómur byrjar. Conor er búinn að vera á fundum með umboðsmanni sínum í allan dag að skoða framhaldið,“ sagði Kavanagh.

„Ef ég mætti ráða þá myndi Conor berjast næst við Nate Diaz í mars. Það er aftur á móti bara mín skoðun og ég ræð engu um það. Það væri geggjað að láta þá berjast á degi heilags Patreks. Ég mun berjast fyrir því með mínu vægi sem er um 0,1 prósent.“

Conor og Diaz hafa unnið sitt hvorn bardagann en báðir fóru fram í veltivigt. Ef þeir berjast í þriðja sinn þá vill Conor að það verði í léttvigt.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×