Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Brúin yfir Steinavötn er ónýt og þjóðvegur eitt verður lokaður í minnst viku í viðbót vegna vatnavaxta í suðausturhluta landsins. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttatímanum fjöllum við einnig um dóminn yfir Thomasi Møller Olsen sem í dag var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot.

Þá fjöllum við um úrsögn Gunnars Braga Sveinssonar úr Framsóknarflokknum og stöðuna í pólitíkinni.

Í fréttatímanum verður rætt við vinkonur Sanitu Braun sem segja að hún hafi verið góðhjörtuð, brosmild og í blóma lífsins þegar hún var myrt í síðustu viku.

Þá verður umfjöllun um mikla aukningu í magni úrgangs sem berst Sorpu á höfuðborgarsvæðinu en aldrei hefur borist meira sorp frá borginni en nú og þarf að leita aftur til góðærisársins 2007 til að sjá sambærilegar tölur. Er aukið sorp tengt við uppgang í efnahagslífinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×