De Bruyne tryggði City sigurinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aguero verður líklegast ekki með City í dag, en hann meiddist í bílslysi í Hollandi í vikunni
Aguero verður líklegast ekki með City í dag, en hann meiddist í bílslysi í Hollandi í vikunni vísir/getty

Manchester City endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af grönnum sínum í United eftir sigur á Chelsea í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Kevin de Bruyne skoraði sigurmark City með þrumuskoti eftir undirbúning frá Gabriel Jesus.

City-liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og réðu lofum og lögum á vellinum.

Tap Chelsea þýðir að liðið er nú komið sex stigum á eftir Manchester-liðunum, í stað þess að geta jafnað City að stigum með sigri.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.