Körfubolti

Lettland kláraði Svartfjallaland snemma leiks | Serbar komnir áfram

Lettar fagna sigrinum í dag.
Lettar fagna sigrinum í dag. Vísir/Getty

Lettland gat leyft sér að hvíla bestu leikmenn liðsins í öruggum sigri á Svartfjallalandi í fyrsta leik dagsins í 16-liða úrslitum Eurobasket í Istanbúl í morgun.

Forskotið var komið upp í 30 stig fyrir lokaleikhlutann og fékk skærasta stjarna liðsins, Kristaps Porzingis, hvíld í lokaleikhlutanum en hann var með 19 stig og sex fráköst fram að því.

Jānis Timma var stigahæstur í liði Lettlands með 21 stig en hjá Svartfellingum var Bojan Dubljević stigahæstur, einnig með 21 stig en þeir mæta Slóvenum í 8-liða úrslitum.

Serbar unnu svo átta stiga sigur, 86-78 á Ungverjalandi í leik sem lauk rétt í þessu í Tyrklandi en þeir mæta Ítölum í 8-liða úrslitum á miðvikudaginn.

Ungverjar komust í eina skiptið yfir í leiknum í byrjun í stöðunni 3-2 en annars voru Serbar alltaf með gott forskot og var það í raun ekki fyrr en í lokaleikhlutanum sem Ungverjar gerðu einhverja atlögu að forskotinu.

Bogdan Bogdanović var stigahæstur í liði Serbíu með 17 stig en í liði Ungverja var það Zoltan Perl sem var stigahæstur með 22 stig ásamt því að taka sjö fráköst.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira