Körfubolti

Spánverjar slógu út Tyrki í Istanbúl | Rússar komnir áfram

Marc Gasol spilaði góða vörn að vanda í dag.
Marc Gasol spilaði góða vörn að vanda í dag. Vísir/Getty

Spænska landsliðið sem hefur titil að verja sló út Tyrki á heimavelli þeirra í 8-liða úrslitum Eurobasket fyrr í dag með sautján stiga sigri 73-56. Mætir spænska liðið því þýska í 8-liða úrslitum.

Spánverjar náðu strax forskotinu í upphafi og náðu um tíma tólf stiga forskoti í fyrri hálfleik en leiddu 33-25 í hálfleik. Tyrkir héldu í við spænska liðið í þriðja leikhluta en um miðbik fjórða leikhluta settu Spánverjar í fluggír og gerðu út um leikinn.

Ricky Rubio var stigahæstur hjá spænska liðinu með fimmtán stig en Gasol-bræðurnir Marc og Pau voru með 21 stig samanlagt.

Í lokaleik 16-liða úrslitanna mættust Króatía og Rússland en góður þriðji leikhluti Rússa gerði út um leikinn. Tóku þeir fjögurra stiga forskot inn í hálfleikinn en bættu ellefu stigum við það í þriðja leikhluta og sigldu sigrinum heim í fjórða leikhluta.

Rússar mæta Grikkjum í 8-liða úrslitunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira