Íslenski boltinn

Heimir: Verð að segja þetta líka, við hugsum bara um einn leik í einu

Árni Jóhannsson skrifar
Heimir var sáttur með stigin þrjú.
Heimir var sáttur með stigin þrjú. vísir/stefán

„Ég er sammála því að þetta var ekki áferðafallegasti sigurinn hjá okkur í sumar. Við vorum sterkir í fyrri hálfleik og náum góðu marki og sköpuðum okkur góð færi. Þeir voru mjög hættulegir í skyndisóknunum og Grindavík er með frábært fótboltalið, vel spilandi og mjög hættulegir. Við erum því mjög ánægðir með sigurinn í dag,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, þegar hann var spurður út í leikinn gegn Grindavík í dag.

Gerði Heimir einhverjar sérstakar ráðstafanir vegna Andra Rúnars Bjarnasonar, markahæsta leikmanni Íslandsmótsins?

„Já við náttúrlega skoðuðum hvað hann hefur verið að gera í sumar. Mér fannst Beggi og Kassim ráða ágætlega við hann í dag.“

Heimir var svo að lokum beðinn um að leggja mat á framhaldið þar sem FH-ingar eru komnir í bullandi tækifæri á að ná Stjörnunni að stigum.

„Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um einn leik í einu. Ég verð að segja þetta líka, það eru allir aðrir þjálfarar búnir að segja þetta í vikunni. Við hugsum bara um einn leik í einu.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira