Íslenski boltinn

Heimir: Verð að segja þetta líka, við hugsum bara um einn leik í einu

Árni Jóhannsson skrifar
Heimir var sáttur með stigin þrjú.
Heimir var sáttur með stigin þrjú. vísir/stefán
„Ég er sammála því að þetta var ekki áferðafallegasti sigurinn hjá okkur í sumar. Við vorum sterkir í fyrri hálfleik og náum góðu marki og sköpuðum okkur góð færi. Þeir voru mjög hættulegir í skyndisóknunum og Grindavík er með frábært fótboltalið, vel spilandi og mjög hættulegir. Við erum því mjög ánægðir með sigurinn í dag,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, þegar hann var spurður út í leikinn gegn Grindavík í dag.

Gerði Heimir einhverjar sérstakar ráðstafanir vegna Andra Rúnars Bjarnasonar, markahæsta leikmanni Íslandsmótsins?

„Já við náttúrlega skoðuðum hvað hann hefur verið að gera í sumar. Mér fannst Beggi og Kassim ráða ágætlega við hann í dag.“

Heimir var svo að lokum beðinn um að leggja mat á framhaldið þar sem FH-ingar eru komnir í bullandi tækifæri á að ná Stjörnunni að stigum.

„Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um einn leik í einu. Ég verð að segja þetta líka, það eru allir aðrir þjálfarar búnir að segja þetta í vikunni. Við hugsum bara um einn leik í einu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×