Íslenski boltinn

Markaleysið hefur pirrað Kristinn Inga: Ótrúleg tilfinning að sjá þennan í netinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristinn Ingi skoraði sigurmarkið.
Kristinn Ingi skoraði sigurmarkið. vísir/ernir
„Þetta var góð tilfinning að sjá boltann í netinu. Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir þessum sigri,“ segir Kristinn Ingi Halldórsson, hetja Valsmanna, eftir leikinn í kvöld. Valur vann Breiðablik 1-0 í Pepsi-deildinni og er liðið núna með níu stiga forskot á næsta lið í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.

„Þetta hafðist bara sem betur fer og það var ótrúlega gaman að skora. Það var rosalega kalt í kvöld og mikið rok. Við vörðumst mjög vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Það hefur sennilega ekki verið gaman að horfa á þennan leik en okkur er alvega saman, við unnum.“

Kristinn Ingi hefur nú skorað tvö mörk í deildinni í sumar.

„Þetta hafa verið fá mörk og þetta hefur verið að fara í taugarnar á mér, en að sjá þennan í netinu var ótrúlega góð tilfinning. Þetta er ekki búið samt sem áður og við verðum að halda áfram. Sækja þennan titil eins fljótt og við getum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×