Íslenski boltinn

Markaleysið hefur pirrað Kristinn Inga: Ótrúleg tilfinning að sjá þennan í netinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kristinn Ingi skoraði sigurmarkið.
Kristinn Ingi skoraði sigurmarkið. vísir/ernir

„Þetta var góð tilfinning að sjá boltann í netinu. Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir þessum sigri,“ segir Kristinn Ingi Halldórsson, hetja Valsmanna, eftir leikinn í kvöld. Valur vann Breiðablik 1-0 í Pepsi-deildinni og er liðið núna með níu stiga forskot á næsta lið í deildinni þegar fjórar umferðir eru eftir.

„Þetta hafðist bara sem betur fer og það var ótrúlega gaman að skora. Það var rosalega kalt í kvöld og mikið rok. Við vörðumst mjög vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Það hefur sennilega ekki verið gaman að horfa á þennan leik en okkur er alvega saman, við unnum.“

Kristinn Ingi hefur nú skorað tvö mörk í deildinni í sumar.

„Þetta hafa verið fá mörk og þetta hefur verið að fara í taugarnar á mér, en að sjá þennan í netinu var ótrúlega góð tilfinning. Þetta er ekki búið samt sem áður og við verðum að halda áfram. Sækja þennan titil eins fljótt og við getum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira