Íslenski boltinn

Skaut alltaf yfir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigríður Lára fagnar sigurmarkinu í bikarúrslitaleiknum.
Sigríður Lára fagnar sigurmarkinu í bikarúrslitaleiknum. vísir/ernir

Sigríður Lára Garðarsdóttir fékk það verkefni að taka vítaspyrnuna sem ÍBV fékk í framlengingunni í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni.

„Það kom smá stress þegar hún dæmdi vítið en ég fór bara með það markmið að skora,“ sagði Sigríður Lára sem sendi Gemmu Fay í rangt horn og skoraði af öryggi.

Sigríður Lára er jafnan örugg á vítapunktinum en það hefur þó ekki alltaf verið svo.

„Ég var ekki vítaskytta fyrstu árin í meistaraflokki og skaut alltaf yfir þegar við fórum í vítaspyrnukeppni. En ég hef æft mig, það er að skila sér og ég orðin miklu öruggari,“ sagði Sigríður Lára sem hefur skorað þrjú mörk úr vítum í sumar.


Tengdar fréttir

Stefnan er sett á að fara út

Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði markið sem tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn í annað sinn. Hún hefur tekið stórt stökk fram á við og er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu. Stefnan er sett á atvinnumennsku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira