Íslenski boltinn

Skaut alltaf yfir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigríður Lára fagnar sigurmarkinu í bikarúrslitaleiknum.
Sigríður Lára fagnar sigurmarkinu í bikarúrslitaleiknum. vísir/ernir
Sigríður Lára Garðarsdóttir fékk það verkefni að taka vítaspyrnuna sem ÍBV fékk í framlengingunni í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni.

„Það kom smá stress þegar hún dæmdi vítið en ég fór bara með það markmið að skora,“ sagði Sigríður Lára sem sendi Gemmu Fay í rangt horn og skoraði af öryggi.

Sigríður Lára er jafnan örugg á vítapunktinum en það hefur þó ekki alltaf verið svo.

„Ég var ekki vítaskytta fyrstu árin í meistaraflokki og skaut alltaf yfir þegar við fórum í vítaspyrnukeppni. En ég hef æft mig, það er að skila sér og ég orðin miklu öruggari,“ sagði Sigríður Lára sem hefur skorað þrjú mörk úr vítum í sumar.


Tengdar fréttir

Stefnan er sett á að fara út

Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði markið sem tryggði ÍBV bikarmeistaratitilinn í annað sinn. Hún hefur tekið stórt stökk fram á við og er orðin fastamaður í íslenska landsliðinu. Stefnan er sett á atvinnumennsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×