Innlent

Frystir víða í nótt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það gæti orðið heldur svalt á Blönduósi í nótt.
Það gæti orðið heldur svalt á Blönduósi í nótt. VÍSIR/PJETUR

Þrátt fyrir bjart og fallegt veður á suðvesturhorninu mega landsmenn, ekki síst á Norðvesturlandi, gera ráð fyrir því að það muni frysta.

Það gæti blásið dálítið í dag en Veðurstofan gerir ráð fyrir allt að 15 m/s austantil. Þá verður dálítil rigning eða súld með köflum á norðanverðu landinu en víða léttskýjað syðra. Það mun lægja í kvöld og verður hægari, breytileg átt á morgun.

Hitinn verður á bilinu 4 til 14 stig í dag, hlýjast á Suðausturlandi - „en mun svalara í nótt“ eins og veðurfræðingur kemst að orði. Þannig gæti hitinn farið niður fyrir frostmark á miðhálendinu og við Húnaflóa undir morgunn.

Nánar á veðurvef Vísis

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Norðaustan 3-10 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Víða dálítil rigning, en þurrt að kalla á V-landi. Hiti 5 til 10 stig að deginum. 

Á miðvikudag:
Norðvestan 10-15 m/s og væta NA-til, en annars hægari og bjart með köflum. Hiti 3 til 12 stig, mildast syðst. 

Á fimmtudag og föstudag:
Vestlæg átt og dálítil súld með köflum á V-verðu landinu, en annars bjart og hlýnadi veður. 

Á laugardag og sunnudag:
Suðlæg átt og rigning vestast á landinu, en bjartviðri austantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA- og A-lands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira