Handbolti

Silfurdrengir fá kveðjuleik með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert, Snori og Alexander fagna eftir leik á EM í Sviss árið 2006.
Róbert, Snori og Alexander fagna eftir leik á EM í Sviss árið 2006. Vísir/AFP

Þeir Snorri Steinn Guðjónsson, Róbert Gunnarsson og Alexander Petersson munu allir fá kveðjuleik með íslenska landsliðinu þegar liðið leikur tvo vináttulandsleiki við Svíþjóð í lok næsta mánaðar.

Þetta kemur fram á vef Rúv í dag en allir hættu þeir að spila með landsliðinu á síðasta ári eftir langan og farsælan feril í bláa búningnum.

Allir voru þeir í liði Íslands sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 sem og í bronsliðinu á EM 2010 í Austurríki. Þremenningarnir fóru á meira en tíu stórmót hver með íslenska landsliðinu.

Leikið verður við Svía dagana 26. og 28. október.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira