Erlent

Jacindu-æði í aðdraganda þingkosninga á Nýja-Sjálandi

Atli Ísleifsson skrifar
Jacinda Ardern tók við formennsku í Verkamannaflokknum í upphafi síðasta mánaðar.
Jacinda Ardern tók við formennsku í Verkamannaflokknum í upphafi síðasta mánaðar. Vísir/AFP
Tæpar tvær vikur eru nú til þingkosninga á Nýja-Sjálandi þar sem kosningabaráttan hefur að stórum hluta snúist um nýjan formann Jafnaðarmannaflokksins, Jacinda Ardern, sem hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína.

Guardian og fleiri erlendir fjölmiðlar hafa talað um að sannkallað Jacindu-æði (e. Jacindamania) ríki nú á Nýja-Sjálandi.

Fylgi Jafnaðarmannaflokksins hefur aukist í skoðanakönnunum um 20 prósent, en fyrir nokkrum vikum stefndi í öruggt tap flokksins í kosningunum sem fram fara laugardaginn 23. september.

Hin 37 ára Ardern hefur varað stuðningsmenn sína við að fagna of snemma. „Ég tek engu sem gefnu. Það eru bara tólf dagar til stefnu, en við höfum séð að margt getur gerst á stuttum tíma,“ segir hún í samtali við útvarpsstöðina Newstalk ZB.

Ardern segir aukið fylgi við Jafnaðarmannaflokkinn skýrast af því að Ný-Sjálendingar séu orðnir þreyttir á hægristjórninni, sem hefur verið leidd af forsætisráðherrunum John Key og svo Bill English síðustu þrjú kjörtímabil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×