Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Sjáðu samskipti Haralds við dómarann eftir leik Stjörnunnar og Víkings R

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Haraldur Björnsson, markmaður Stjörnunnar, var mjög óánægður með mark sem hann fékk dæmt á sig í gær í leik gegn Víkingi Reykjavík. Hann vildi fá dæmda aukaspyrnu þegar Vladimir Tufegdzic bakkar inn í hann sem veldur því að hann missir boltann í markið.

Vel var farið yfir þetta atvik, eins og öll önnur, í Pepsi mörkunum í gærkvöldi. Þar má meðal annars heyra samskipti Haralds og Gunnars Jarls Jónssonar, dómara leiksins, að leik loknum.

Brot úr umræðunni má sjá í spilaranum hér að ofan, ásamt viðtali Haralds við Þór Símon Hafþórsson. Markið sjálft má svo sjá hér fyrir neðan.

Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli, sem gerir afskaplega lítið fyrir Stjörnuna í eltingarleik þeirra við Valsmenn um Íslandsmeistaratitilinn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira